Fréttir & tilkynningar

Áhersla Norðurorku á umhverfismál

Norðurorka hefur lengi lagt mikla áherslu á umhverfismál og það kemur skýrt fram í umhverfisstefnu fyrirtækisins að það vill minnka kolefnisspor sitt. Norðurorka hefur unnið að ýmsum verkefnum á þessu sviði á undanförnum árum... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Nýir stafrænir hitaveitumælar

Norðurorka hefur hafið uppsetningu á stafrænum hitaveitumælum á þjónustusvæði sínu. Stafrænu mælarnir koma með tíð og tíma til með að leysa mekaníska rúmmetramæla af hólmi sem nú eru uppi hjá allflestum viðskiptavinum Norðurorku. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Drónaflug yfir Oddeyrinni - Lekaleit

Föstudaginn 27. september gætu íbúar og vegfarendur á Oddeyrinni orðið varir við drónaflug yfir svæðinu. Þar verður á ferðinni dróni með hitamyndavél í þeim tilgangi að lekaleita svæðið. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Árlegur álestur hafinn - auðkenning starfsfólks

Að gefnu tilefni vill Norðurorka minna á að álesarar fyrirtækisins, auk verktaka sem fyrir hönd fyrirtækisins eiga erindi í hús viðskiptavina, eru vel merktir og bera starfsmannaskírteini Norðurorku. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Vinnsla á heitu vatni á Hjalteyri stöðvuð í dag vegna tengivinnu

Í dag, miðvikudaginn 21. ágúst, var vinnsla á heitu vatni á Hjalteyri stöðvuð vegna tengivinnu. Um var að ræða stóran áfanga í lagningu nýrrar Hjalteyrarlagnar..... Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Dælustöð fráveitu rafmagnslaus milli kl. 9-13 í dag, miðvikudag.

Vegna vinnu við dreifikerfi rafmagns eru dælustöð fráveitu við Silfurtanga straumlaus á milli kl. 9 og 13 í dag, miðvikudaginn 31. júlí. Stöðin mun þar af leiðandi vera á yfirfalli á þessum tíma.

Fráveitukerfið og sýnataka meðfram strandlengjunni

Frá árinu 2005 hafa reglulega verið tekin gerlasýni (saurkólí) meðfram strandlengjunni á Akureyri til að fylgjast með hreinleika sjávar við strandlengjuna m.t.t. saurkólímengunar. (Sjá meira með því að smella á fyrirsögn)

Hitaveitubilun í Arnarsíðu, Lindasíðu og Draupnisgötu -Uppfært kl. 19:55

Viðgerð er nú lokið og búið að hleypa vatni á,

Lokað fyrir heitt vatn í stórum hluta Síðuhverfis - Uppfært kl. 15.10

Vegna vinnu við dreifikerfi er nú lokað fyrir heitt vatn í stórum hluta Síðuhverfis. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Kaldavatnslaust í Hrísey - Viðgerð lokið

Viðgerð er lokið og vatn er komið á. Fyrst um sinn er fólk beðið um að fara sparlega með vatnið þar sem lítið er í tanknum. Um leið og við biðjum íbúa og gesti Hríseyjar afsökunar á þeim óþægindum sem bilunin kann að hafa valdið þökkum við fyrir þolinmæðina.