Fréttir & tilkynningar

Samningar undirritaðir í Sandgerðisbót um byggingu hreinsistöðvar fráveitu

Í dag, miðvikudaginn 30. maí, voru undirritaðir í Sandgerðisbót á Akureyri samningar milli Norðurorku og verktakafyrirtækisins SS Byggis á Akureyri um byggingu hreinsistöðvar fráveitu.

Skrifað undir samning um byggingu hreinsistöðvar fráveitu

Miðvikudaginn 30. maí verður skrifað undir samning við SS Byggi um byggingu hreinsistöðvar fráveitu á Akureyri. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað fyrir rafmagn í hluta Síðuhverfis á fimmtudag

Vegna vinnu við dreifikerfi verður lokað fyrir rafmagn í hluta Síðuhverfis fimmtudaginn 24. maí. Áætlaður tími er 8:15 - 11:30. Sjá nánar með því að smella á fyrirsögn.

Ný aðveituæð hitaveitu frá Hjalteyri - 1. áfangi

Undanfarin ár hefur verið stöðugur vöxtur í heitavatnsnotkun Akureyringa þannig að komið er að ákveðnum þáttaskilum í rekstri hitaveitunnar sem er nú, yfir köldustu vetrardagana, á fullum afköstum og lítið má út af bregða í rekstrinum. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn

Lokað fyrir kalt vatn í hluta Þórunnarstrætis - Uppfært

Vegna bilunar er LOKAÐ fyrir KALT VATN í hluta Þórunnarstrætis. Varast ber að nota heita vatnið á meðan á lokuninni stendur þar sem það er óblandað og því MJÖG HEITT. Sjá frekari upplýsingar með því að smella á fyrirsögn.

Stelpur og tækni

Þriðjudaginn 15. maí tók Norðurorka þátt í Stelpur og tækni deginum sem haldinn var í Háskólanum á Akureyri. Dagurinn er haldinn að fyrirmynd Girls in ICT Day sem haldinn er víða um heim. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Mælaskipti framundan í tæplega 1.000 húsveitum á Akureyri

Á árinu 2018 stendur til að skipta um 900 – 1.000 hitaveitumæla og munu mælaskiptin fara fram í maí til desember 2018. Það er verktakinn Áveitan ehf sem sér um verkið og mun starfsmaður verktakans vera með starfsmannaskírteini frá Norðurorku með nafni og mynd. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Rafmagnsleysi í hluta Síðuhverfis og við Krossanes

Háspennustrengur sem grafinn var í sundur orsakaði rafmagnsleysi á nokkuð stóru svæði í dag

Lokað fyrir kalt vatn vegna bilunar... UPPFÆRT Viðgerð lokið

Uppfært kl. 16:30: Viðgerð er lokið og búið er opna fyrir kalda vatnið. Gatan er þó ennþá lokuð þar sem frágangi lýkur á morgun. Vegna bilunar er lokað fyrir kalt vatn í hluta Þórunnarstrætis, Klettastígs, Hamarstígs og Helgamagrastrætis í dag þriðjudaginn 10. apríl. Lokað verður á meðan viðgerð stendur yfir, nánari upplýsingar verða birtar hér á heimasíðunni þegar þær liggja fyrir. ATH ! Varast ber að nota heita vatnið á meðan þar sem það er óblandað og getur því verið mjög heitt. SJÁ MEIRA MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA Á FYRIRSÖGN.

Aðalfundur Norðurorku hf. 2018

Aðalfundur Norðurorku hf. var haldinn í dag 6. apríl 2018. Eigendur félagsins eru sex sveitar­­félög, Þingeyjarsveit, Grýtubakkahreppur, Svalbarðsstrandarhreppur, Eyjafjarðar­sveit, Akureyrarbær og Hörgársveit. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.