Fréttir & tilkynningar

Styrkir til samfélagsverkefna - Auglýst eftir umsóknum

Nú hefur verið auglýst eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2019. Umsóknarfrestur er til og með 18. nóvember 2018 og er gert ráð fyrir að styrkjum verði úthlutað fyrir miðjan janúar 2019. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Bilun á háspennustreng olli rafmagnsleysi í hluta þorpsins í nótt

Bilun á háspennustreng á milli dreifistöðva olli rafmagnsleysi í hluta þorpsins á Akureyri í nótt. Rafmagnið fór af um kl. 04:20 en var komið aftur á um 05:45. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Norðurorka styrkir átakið "Bleika slaufan"

Líkt og undanfarin ár styrkir Norðurorka átakið "Bleika slaufan" með því að kaupa næluna handa þeim konum sem starfa í fyrirtækinu. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn

Lagning Hjalteyrarlagnar undir Glerá

Þessa dagana er unnið að því að leggja nýju Hjalteyrarlögnina undir Glerá. Á meðfylgjandi myndum má sjá að búið er að stífla Glerá og leiða ána í gegnum þrjú rör sem fengin eru að láni frá Fallorku. Sjá nánar með því að smella á fyrirsögn.

Það sem gerist undir fótum okkar - Frétt af N4 um framkvæmdir Norðurorku

Eins og áður hefur komið fram stendur Norðurorka í miklum framkvæmdum um þessar mundir. Í þættinum Að norðan sem sýndur var á N4 í síðustu viku var fjallað um framkvæmdirnar og rætt við Helga Jóhannesson forstjóra. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Berum virðingu fyrir vatninu - nýtum það vel

Vatn er án efa ein verðmætasta auðlind jarðar. Reglulega er rætt um mikilvægi þess að bera virðingu fyrir vatninu og að sóa því ekki. Þrátt fyrir það sóum við líklega flest vatni á hverjum einasta degi. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Aflestur í fullum gangi

Á hverju hausti sækir starfsfólk Norðurorku viðskiptavini heim til að lesa af rafveitu- og hitamælum og neysluvatnsmælum þar sem það er mælt. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Mikið framkvæmdasumar hjá Norðurorku

Sumarið 2018 hefur verið mikið framkvæmdasumar hjá Norðurorku og ber þar hæst annars vegar fyrsta verkáfanga í svokallaðri Hjalteyrarlögn og hins vegar byggingu hreinsistöðvar fráveitu í Sandgerðisbót. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað fyrir heitt vatn í Hrísey miðvikudaginn 5. september

Vegna vinnu við dreifikerfið verður lokað fyrir heitt vatn í Hrísey miðvikudaginn 05.09.2018. Áætlaður tími er frá kl. 10:00 og fram eftir degi. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.

Lokað fyrir heitt vatn í Hrafnagilshverfi vegna bilunar

Vegna bilunar verður lokað fyrir heitt vatn í hluta Hrafnagilshverfis í dag, þriðjudaginn 04.09.2018. Áætlaður tími er kl. 13:00 – 16:00 eða á meðan viðgerð stendur yfir. Sjá meira með því að smella á fyrirsögn.